Sögur þátttakenda

Þegar ég var í Virk leið mér hræðilega. Mér fannst ég þurfa að vera perfect til að passa inn. Ég ýtti mér of hratt of langt því ég hafði einginn önnur völ. Mér fannst ég vera tala sem þau þurftu að ýta út í heimin eins hratt og þau geta svo þau geta fengið borgað. Ég bað oft um hjálp til að fá ADHD greiningu, til að vita hvert ég gæti farið og hvað ég ætti að gera og þau neituðu að hjálpa. Ég bað um hjálp með líkamlega verki og þau neituðu. Mér var liggur við sagt að það væri mitt vandamál.
Ég fór á stað sem segist vilja hjálpa, til að fá hjálp, og mér var neitað um hjálp sem mig vantaði.
Stutti eftir að ég byrjaði í Janus endurhæfingu fannst mér ég vera manneskja með eitthvað virði. Ég fekk alla hjálp sem ég þurfti og meira. Eignaðist vini og rútínu.Ég hef fengið fjölskylduna mína aftur. Ég hef fengið líf mitt aftur. Eg hef fengið mig aftur.
Ég hef svo mikið meira að segja um hversu mikilvægt Janus endurhæfing en eg get ekki komið þeim í orð á blað. Við þurfum á Janus endurhæfingu að halda
- Sigrún, þátttakandi og ábyrgðarmaður undirskriftalistans

Það er búið að vera frábært að hafa flott öryggis net á meðan ég kom mér aftur í gang. Sérstaklega því ég hafði ekki stuðninginn heima né vini sem gátu hjálpað. Janus er það besta sem ég hef verið í
- Einar, þátttakandi

Janus er það eina endurhæfinga ferli sem hefur eitthvað virkað fyrir mig. Þegar ég byrjaði man eh eftir því hvernig mér leið eins og loksins var eitthvað fyrir mig. Bara hugmyndin að Janus sé að loka fyllir mig með svo miklum kvíða um framtina að eg veit ekki hver ég mun fara, hvað ég mun gera og hvort ég muni finna annan stað þar sem ég passa inn.
- Dagbjört, þátttakandi

Janus hefur reynst mér rosa vel. Fólkið og andrúmsloftið yndislegt og fræðilegt. Janus hefur komið mér aftur á stað og þökk sé því hef ég risið mun hærra en ég hefði nokkuð sinni trúað áður en ég kom. Janus gaf mér líf mitt aftur, gaf mér aðhald og stuðning sem ég þurfti til að vinna úr mínum málum og byggja upp þrautseigju og mildi.
Ef að Janus yrði lokað yrði það mikil óréttlæti. Fólk sem dettur í lífinu á skilið að fá hjálp og annað tækifæri til að lifa betra lífi
þátttakandi

Ég hef farið í mörg endurhæfingar úrræði í miðað við aldur og farið á marga staði í leit að þeirri aðstoð sem ég þurfti. Eg byrjaði hjá Virk, fór þaðan á Reykjalund og er núna í starfs og náms endurhæfingu hjá Janusi.
Janus er fyrsti staðurinn sem ég kem inná þar sem geðheilsa þátttakenda er í forgangi, of jafnframt Eini staður sem ég veit um þar sem ungu fólki er veitt aðstoðin sem það þarf i endurhæfingar skyni. Með aðstoð sálfræðinga, geðlækna og iðjuþjálfara er ungu fólki gefið færi á að vinna með spilin sem þeim voru gefið í lífinu. Starfsfólkið hefur búið til öruggt rými fyrir öll hjá Janusi til að takast á við lífið sitt sama hvaða erfiðleikar liggja fyrir. Það er svo áþreifanlegt hversu mikla ástríðu starfsfólk hefur til þess að hjálpa okkur í Janusi að komast eftur eða fyrsta sinn í nám ræða á vinnumarkað. Eg get allavega sagt fyrir minn hluta að starfsemi Janusar er lífsbætandi og í sumum tilfellum lífsbjargandi fyrir ungt fólk með geðræna erfiðleika. Eg sér spurningamerki við það að ríkisstjórn sem hefur talað fyrir bættri geðheilbrigðsþjónustu muni ekki styðja við jafn mikilvæga stofnun og Janus endurhæfingu er.
- Ásta, þátttakandi

Það að Janus loki, að stabíla umhverfið sé að hrynja niður er syrð og skömm. Tengiliðirnir hérna, samvinnan og námskeiðin efluðu virkni mína mun meira en en aðrar leiðir sem ég hef reynt yfir árin.
Það að Janus loki er að setja meiri pressu og meiri panic attack. Að rífa niður öryggis netið mitt. Að henda mest viðkvæma hópinn í djúpu laugina er ekki sniðugt
- þátttakandi

Það er alhæfing að segja að Janus sé of dýrt úrræði. Endurhæfingin her hefur bjargaði lífi mínu og annarra sem ég þekki hér. Hvaða verð er hægt að setja á mannslíf?
- Eden, þátttakandi

Loksins komin í úrræði sem hentar. Komin i rútínu og virkni eftir mörg ár. Ástæðan fyrir því að ég vakna á morgnana
Hvað tekur svo við eftir Janus? Endalausir biðlistar.
- þátttakandi

Janus endurhæfing hefur hjálpað mér ótrúlega mikið, ég er loksins að finna mig i lífinu, byrjaður í námi pg er að fá einhverfu greiningu allt Janusi að þakka. Ég hef farið í gegnum mörg önnur úrræði og ekkert hefur hjálpað fyrr en eg byrjaði í Janus
- þátttakandi

Janus endurhæfing hjálpaði mér að komast yfir áfallið eftir að golden retriver tikin sem fjölskyldan mín átti var svæfð, hún hét Sara. Ég hef eignast nýja og góða vini í gegnum Janus. Mér líður mikið betur andlega og líkamlega vegna þjónustunnar í Janus endurhæfingu
- Daníel, þátttakandi

Að byrja í Janus er með því besta sem hefur komist fyrir mig. Janus hjálpaði mér að komast upp úr holunni af sjálfshatri og vonleysi sem ég hafði grafið mig í sjálf. Eftir rúmt ár í Janus hafa það styrkt mig eins og einginn hefur áður. Út af Janus hef ég von fyrir framtíðinni minni og sjálfstraustið mitt stærra en nokkur timían áður. Janus bjargaði mér. Ég vil að það haldi áfram að fá það tækifæri að hjálpa öðrum eins og þau hafa gert seinustu 25 árin
- þátttakandi

Frábær staður með frábæru starfsfólki. Hefur hjálpað svo mikið
- þátttakandi

Ég hef haft þau forréttindi ap vera þátttakandi í Janus í rúmt ár. Að loka Janus er stór mistök og mun hafa alvarleg áhrif á samfélagið í heild sinni. Janus og allt starfsfólkið þar bjargaði lífi mínu. Þau gáfu mér tilgang. Ekki gera þau stóru mistök að loka Janus!
- þátttakandi

Síðan ég byrjaði hjá Janusi Endurhæfingu hef ég náð miklum bata, bæði á því ástandi sem ég var í, og áföllum sem gerðust rétt fyrir og rétt eftir inntöku mína, en einnig hef ég unnið mikið í öðrum hlutum, svo sem gömlum áföllum, að skilja tilfinningar mínar og hugsanir betur, ásamt svo miklu meira. Allir þessir hlutir hafa hjálpað mér svo gríðarlega mikið við að ná betri andlegri og líkamlegri líðan, betri og bættri heilsu, ásamt því að öðlast betra líf með betri lífsgæðum. Ég gat t.d. byrjað að æfa dans aftur, en vegna veikinda, áfalla, og öðru í lífinu hafði ég ekki getað það síðan ég var u.þ.b. 14 ára, en alveg frá því að ég varð að hætta hafði mig alltaf langað til og þráð það að byrja aftur, enda er dans og tónlist svo gríðarlega stór partur af því hver ég er. Einnig er ég aftur farin að líkjast sjálfri mér, en endurhæfingin hefur fært mér mikil og góð úrræði sem hjálpuðu mér að skríða út úr skelinni sem ég hafði skriðið inn í gegnum árin og get ég nú sagt að ég er farin að þekkja sjálfa mig aftur.
Það að hafa komist inn hjá Janusi var það besta sem hefur gerst fyrir mig, og bara breytt lífi mínu til þess betra.
- Íris, þátttakandi